Innritun allra nýnema úr grunnskóla í framhaldsskóla hefur gengið vonum framar og er nú lokið. Með samstilltu átaki framhaldsskóla og yfirvalda hefur tekist að ljúka innritun fyrr en undanfarin ár. Alls sóttu 5.131 nýnemar um pláss í framhaldsskóla fyrir haustið 2025, sem eru 454 fleiri en í fyrra.