Fara beint í efnið

Framkvæmd hafnarríkiseftirlits

Á þessari síðu

Inngangur

Hafnarríkiseftirlit er framkvæmt til að tryggja tryggja öryggi skipa, áhafna og verndum umhverfis vegna skipa sem koma í hafnir innan lögsögu þeirra. Ábyrgð hafnarríkiseftirlitsmanns felur í sér að skoða erlend skip til að tryggja að þau standist alþjóðlega staðla og reglur. Hér er almennt yfirlit yfir framkvæmd hafnarríkiseftirlits.

Skipaval

Skip eru valin til skoðunar út frá nokkrum áhættuþáttum, svo sem aldri, gerð skipana, fána og fyrri skoðunarsögu. Tölvukerfi á vegum siglingamálastofnunar Evrópu, THETIS vinnur áhættuflokka fyrir skip og útvegar eftirlitsmönnum skip sem þeim ber að skoða.

Einnig geta starfsmenn hafnarríkiseftirlitsins ákveðið að skoða skip ef þeir fá tilkynningar um atvik.

Grunnskoðun (Initial inspection)

Grunnskoðun er gerð til að sannreyna að almennt ástand skips og björgunarbúnaðar sé í lagi. Að öll viðeigandi skjöl frá flokkunarfélagi skipsins séu í gildi og að skoðanir hafi verið framkvæmdar innan tímamarka. Skoða skjöl frá tryggingafélagi og fánaríki til þess að gangar úr skugga um að í gildi séu fullnægjandi tryggingar fyrir skip, áhöfn og farþega sem og tryggingar vegna umhverfisslysa. Sé skip með útistandandi athugasemdir frá fyrri skoðun skal gengið úr skugga um að þær hafi verið lagaðar.

Nákvæmari skoðun (More detailed inspection)

Nákvæmari skoðun felur í sér það sama og í grunnskoðun nema eftirfarandi þættir eru skoðaðir nákvæmar. Þar má nefna m.a. vélar, búnað, skipsskrokk, skjöl, aðstaða áhafnar en einnig er farið yfir helstu verkferla með stjórnendum skipsins og slembiúrtak gert á öryggiskerfinu til að tryggja að farið sé eftir alþjóðlegum reglum (SOLAS, MARPOL, STCW o.s.frv.). Einnig felur nákvæmari skoðun í sér að minnsta kosti eina æfingu með áhöfn skipsins. Sé skip með athugasemdir frá fyrri skoðun skal gengið úr skugga um að þær hafi verið lagaðar.

Ýtarleg skoðun (Expanded Inspection)

Ítarlegri skoðun felur í sér það sama og nákvæmari skoðunin en til viðbótar skulu framkvæmdar í það minnsta kosti tvær æfingar. Önnur þeirra skal æfa viðbrögð við eldi um borð og/eða það að skipið sé yfirgefið. Þá er helsti öryggisbúnaður skipsins einnig prófaður eins og t.d. neyðarbrunadælur og neyðarrafalar. Öryggisplan (ISM - International Safety Management) er skoðað með tilliti til þess að það uppfylli alþjóðlega staðla í samræmi við stærð og gerð skipsins og gengið er úr skugga um að áhöfn fari eftir því. Atvinnuréttindi skjórnanda og áhafnalisti ásamt skrám yfir æfingar og þjálfanir eru skoðaðar en síðan eru viðtöl tekin við lykilstarfsmenn, þar á meðal skipstjóra, yfirmenn og áhöfn til að tryggja að þeir séu meðvitaðir um reglugerðir og fylgi þeim. Að lokum er skoðað hvort að skip fari eftir alþjóðareglum (SOLAS, MARPOL, STCW og MLC). Sé skip með útistandandi athugasemdir frá fyrri skoðun er kannað hvort að þær hafi verið lagaðar.

Tilkynningarskylda

Þegar skip, sem skylt er að fara í ítarlega skoðun, leggst að bryggju við Ísland.

Öll önnur skip sem leggjast að bryggju við Ísland skulu láta vita af komu sinni með minnst 24 klukkustunda fyrirvara eða í síðasta lagi þegar skip leggur úr fyrri höfn, ef sigling til Íslands tekur minna en 24 klukkustundir.

Sniðmál tilkynningar skal vera eins og fram kemur í viðauka 12 hjá Paris MoU.

Niðurstaða skoðana

Upplýsingar um niðurstöðu skoðana, dæmingar frávika, kyrrsetningar og áfrýjanir tengt því má finna á eftirfarandi heimasíðu.

Skammtíma skoðunaráherslur (Concentrated Inspection Campaign (CIC))

Reglulega er farið í skammtíma skoðunaráherslur, þá eru tekin fyrir ákveðin atriði er varða skip sem skoðuð eru sérstaklega vel, skiptir þá ekki máli hvað skipaval í Thetis þessi atriði skal skoða. Þetta geta t.d. verið Eldvarnarbúnaður, Mengunarvarnarbúnaður og svo framvegis. Hvaða atriði eru tekin fyrir eru ákveðin af aðildarlöndum ParisMoU og er gert með töluverðum fyrirvara og er send út opinber tilkynning áður svo skipa eigendur/rekstraraðilar eru upplýstir.

Hafa samband

Hægt er að hafa samband við hafnarríkiseftirlit með eftifarandi tengiupplýsingum:

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa