Fara beint í efnið

Forskráning fyrir bílaumboð

Ökutæki sem flutt eru til landsins þarf að forskrá hjá Samgöngustofu. Bílaumboð geta valið um þrjár leiðir

  • Tengjast vefþjónustu Samgöngustofu. Umboð þurfa að hanna eigið viðmót til að tengjast.

  • Kaupa aðgang að viðmóti við vefþjónustuna hjá þjónusutuaðila.

  • Forskráð með því að fylla út pappírsform.

Forskráning í gegnum vefþjónustu

Starfsmenn sem forskrá ökutæki fyrir bílaumboð þurfa að hafa fulltrúaréttindi A.

Fylgigögn

  • COC/ECOC vottorð eða upprunavottorð framleiðanda. Hægt er að skila ECOC rafrænt eða skanna inn upprunalegt COC vottorð.

Þegar ökutækið hefur verið forskráð, fær umboðið staðfestingu á skráningu og ökutækið fær úthlutað fastanúmeri. Samgöngustofa pantar númeraplötur og bílaumboðið sækir þær til Samgöngustofu og setur á ökutækið. Framleiðslutími á númeraplötum eru 3 virkir dagar.

Tollafgreiðsla

Þegar ökutæki hefur fengið fastanúmer, þarf að útbúa tollskýrslu og senda til Tollstjóra. Afhendingarheimild fæst þegar ökutæki hefur verið tollafgreitt og öll aðflutningsgjöld hafa verið greidd hjá Tollstjóra.

Nýskráning

Ef bílaumboð hefur starfsmann með fulltrúaréttindi B, getur hann skoðað og nýskráð bílinn. Annars þarf að fara með ökutækið á skoðunarstöð til nýskráningar.

Kostnaður

Aðeins þau bílaumboð sem eru í reikningsviðskiptum hjá Samgöngustofu geta óskað eftir aðgangi að vefþjónustu.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa