Fara beint í efnið

Flugleiðsaga

Flugleiðsöguþjónusta er samheiti yfir flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar, sem felur í sér margs konar þjónustu sem veitt er loftförum og notendum loftrýmis.

Markmið flugleiðsögudeildar Samgöngustofu

Samgöngustofa sinnir eftirliti með með fyrirtækjum sem hafa starfsleyfi til flugleiðsöguþjónustu og veitir starfsleyfi til flugleiðsöguþjónustu.

  • Samgöngustofa er ábyrg fyrir því að tryggja viðeigandi eftirlit, einkum að því er varðar öruggan og skilvirkan rekstur veitenda flugleiðsöguþjónustu innan þess loftrýmis sem er á ábyrgð íslenska ríkisins. Eftirlitið fer fram í formi úttekta (úttektir, eftirlit og prófanir) sem starfsfólk framkvæmir. 

  • Samgöngustofa skal tilnefna þjónustuveitanda, í samráði við innanríkisráðuneytið, sem veittur er einkaréttur á veitingu flugumferðarþjónustu, innan tiltekinna loftrýmisumdæma að því er varðar loftrými á ábyrgð íslenska ríkisins.

  • Samgöngustofu er heimilt að tilnefna þjónustuveitanda, í samráði við innviðaráðuneytið, sem hefur einkarétt á því að láta í té öll veðurfræðileg gögn eða hluta af þeim í öllu eða hluta af loftrýminu sem er á ábyrgð íslenska ríkisins, að teknu tilliti til öryggisráðstafana.

  • Samgöngustofa skal koma á fót samráðsvettvangi með hagsmunaaðilum til að tryggja viðeigandi þátttöku þeirra í innleiðingu reglna er varða samevrópska loftrýmið. Slíkir hagsmunaaðilar geta verið fulltrúar veitenda flugleiðsöguþjónustu, loftrýmisnotenda, flugvalla, framleiðsluiðnaðar og fagmenntaðs starfsfólks veitenda flugleiðsöguþjónustu.

  • Samgöngustofa tryggir að veiting flugleiðsöguþjónustu sé í samræmi við íslensk lög og reglugerðir, ákvæði Evrópusambandsins, kröfur og ráðlagðar starfsvenjur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.

Helstu verkefni flugleiðsögudeildar:

  • Votta og gefa út starfsleyfi fyrir veitendur flugleiðsöguþjónustu.

  • Hafa eftirlit með veitendum flugleiðsöguþjónustu.

  • Samþykkja öryggistengdar breytingar hjá veitendum flugleiðsöguþjónustu.

  • Sjá um samræmingu og uppfærslu reglugerða um flugleiðsögu og rekstrarstjórnun flugumferðar.

  • Móta, koma á og viðhalda gæðakerfi vegna eftirlits í flugleiðsögu.

  • Sjá um erlend samskipti vegna flugleiðsögu og svara fyrir úttektir erlendra stofnana, t.d. ICAO, ECAC, EASA og ESA.

  • Veita sérfræðiþjónustu til þeirra sem þess óska varðandi loftrýmismál og flugleiðsögu, þ.á.m. í tengslum við túlkun á reglugerðum og ákvörðunum Evrópusambandsins og fleira. 

Lög og reglur

Flugleiðsöguþjónusta er veitt samkvæmt íslenskum lögum, reglugerðum og ráðlögðum starfsvenjum sem eru í fullu samræmi við annars vegar ákvæði Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) og hins vegar Evrópureglugerðir sem koma m.a. frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). 

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa