Fara beint í efnið

Ef annað foreldrið lætur lífið eða er ófært um að annast barn sitt á orlofstímabilinu, færist ónýttur réttur þess til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks til hins foreldrisins.

Færsla réttinda til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks við andlát foreldris

Ef annað foreldrið lætur lífið áður en barnið nær 24 mánaða aldri, þá færist sá réttur til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris. 

Þegar um ættleiðingu eða varanlegt fóstur er að ræða, er miðað við 24 mánuði eftir að barnið kom inn á heimilið.

Stafræn umsókn um fæðingarorlof

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun