Fara beint í efnið

Ertu í skemmtibátahugleiðingum?

Til að stuðla að öryggi skemmtibáta, hvað varðar haffærni þeirra, búnað og siglingu, ber að gæta að ýmsum skilyrðum sem gilda um notkun þeirra og fleira.

Skemmtibátur er bátur sem er ætlaður til íþrótta og tómstunda, óháð knúningsmáta. Með bollengd frá 2,5 m til 24 m og allar sæþotur styttri en 4 m. Ekki skiptir máli þótt sama bát megi nota í atvinnuskyni, sé hann settur á markað (þ.e. fluttur inn og/eða tekinn í notkun sem skemmtibátur).

Samgöngustofa hefur gefið út kynningarbækling um skemmtibáta. Þar má sjá yfirlit yfir helstu skyldur skemmtibátaeigenda, farið yfir þær reglur sem gilda um innflutning, skráningu, björgunar- og öryggisbúnað, skoðun og eftirlit og skipstjórnarréttindi á skemmtibáta.

Réttindi fyrir skipstjórn á skemmtibátum

Upplýsingar um skírteini og nám fyrir skemmtibáta má nálgast á sérstökum síðum um þau efni. 

Hér má nálgast Spurningar og svör vegna skipstjórnarréttinda á skemmtibáta.


Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa