Fara beint í efnið

Endurmat á örorku

Umsókn um örorkumat

Þegar kominn er tími til að endurmeta örorku þína er ferlið svipað og við fyrstu umsókn.

Almennt

Umsóknarferlið getur tekið allt að 6 vikur. Fyrsta skrefið er að tala við lækninn þinn.

  1. Læknir gefur út læknisvottorð vegna örorku.

  2. Þú sækir um hjá TR og skilar fylgigögnum ef við á.

  3. Tryggingalæknir úrskurðar örorku út frá öllum gögnum.

Í einstaka tilvikum þurfa umsækjendur að fara aftur til skoðunarlæknis. Það er aðeins gert ef tryggingalæknir metur að umtalsverð breyting hafi orðið á heilsufari umsækjanda út frá þeim gögnum sem skilað er inn.

Staða umsóknar

Þú getur fylgst með stöðu umsóknar á Mínum síðum TR.

Þar getur þú líka fundið leyninúmerið þitt. Það er notað í samskiptum við TR í síma.

Vinnslutími umsókna

Vinnslutími umsókna getur verið allt að 6 vikur eftir að öll gögn hafa borist. Ef það vantar gögn færð þú skilaboð um það á Mínar síður TR.

Ef þú þarft að fara aftur til skoðunarlæknis getur vinnslutími lengst.

Umsóknir eru samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.

Niðurstaða

Þegar niðurstaða matsins liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínar síður undir Mín skjöl. Þú færð aðra tilkynningu þegar búið er að reikna greiðslurnar þínar.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Greiðslutímabil

Þú færð greiddan örorkulífeyri jafn lengi og örorkumat er í gildi og tekjur eru undir viðmiðunarmörkum.

Fyrirkomulag greiðslna

Örorkulífeyrir er fyrirframgreiddur fyrsta dag hvers mánaðar á þann bankareikning sem er skráður á Mínar síður TR. Þar getur þú einnig skráð upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar.

Ef umsóknir eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og hægt er. Ef umsókn um endurmat er samþykkt fram í tímann verður ekki hlé á greiðslum.

Á Mínum síðum getur þú séð upphæðir í greiðsluáætlun eftir að búið er að endurreikna greiðslur í samræmi við nýtt mat. Ný greiðsluáætlun er birt í mánuðinum áður en nýtt mat tekur gildi.

Mikilvægt er að uppfæra tekjuáætlun á Mínum síðum TR ef þörf er á.

Umsókn um örorkumat

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun