Fara beint í efnið

Endurgreiðslur VSK til opinberra aðila

Ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra fá endurgreiddan virðisaukaskatt sem þau greiða af tilteknum aðföngum, svo sem sorphreinsun, ræstingu, snjómokstri, björgunarstörfum og öryggisgæslu, samræmdri neyðarsímsvörun og sérfræðiþjónustu.

Sótt er um endurgreiðslur á eyðublaði RSK 10.23 og skal þeirri umsókn skilað með tölvupósti á tölvupóstfangið skatturinn@skatturinn.is

Endurgreiðslubeiðni skal byggjast á fullnægjandi sölureikningum.

Hægt er að sækja um endurgreiðslur í sex ár talið frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist.

Umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts til opinberra aðila

Gögn með umsókn

Með umsókn um endurgreiðslu skal fylgja hreyfingalisti yfir þá reikninga sem liggja til grundvallar umsókninni.

Nánari upplýsingar á vef Skattsins

Þjónustuaðili

Skatt­urinn