Fara beint í efnið

Eldri ökuréttindi

Aftan á ökuskírteinum má sjá þá ökuréttindaflokka sem viðkomandi hefur auk gildistíma þeirra. Þau sem fengu bílpróf (almenn ökuréttindi) fyrir 01.01.1997 fengu aukin réttindi með.

Þau sem tóku bílpróf 01.01.1997 hafa rétt til að keyra

  • fólksbifreiðar sem eru meira en 3500 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd

  • fólksbifreiðar með eftirvagni/tengitæki sem er þyngra en 750 kg að leyfðri heildarþyngd

  • létt bifhjól sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km/klst á tveimur eða þremur hjólum

  • dráttarvél sem tengja má við eftirvagn/tengitæki

Þau sem tóku bílpróf fyrir 01.06.1993 hafa rétt til að keyra

  • fólksbifreiðar í B-flokki

  • fólksbifreiðar með eftirvagn/tengitæki í Be-flokki

  • létt bifhjóli sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km/klst á tveimur eða þremur hjólum

  • dráttarvél sem tengja má við eftirvagn/tengitæki

  • bifreið sem er gerð fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3500 kg en ekki meira en 7500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd. Leyfð heildarþyngd vagnlestar má ekki vera meira en 12.000 kg

  • bifreið fyrir allt að 5000 kg farm (5 tonna farmþungaréttindi)

Þau sem tóku bílpróf fyrir 01.03 1988 hafa rétt til að keyra

  • fólksbifreiðar í B-flokki

  • fólksbifreiðar með eftirvagn/tengitæki í BE-flokki

  • létt bifhjól sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km/klst á tveimur eða þremur hjólum

  • dráttarvél sem tengja má við eftirvagn/tengitæki

  • bifreið sem er gerð fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3500 kg en ekki meira en 7500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd. Leyfð heildarþyngd vagnlestar má ekki vera meira en 12.000 kg

  • bifreið fyrir allt að 5000 kg farm (5 tonna farmþungaréttindi)

  • bifreið í D1-flokki sem er ekki lengri en 8 metrar og er gerð fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd

Þau sem tóku bílpróf fyrir 12.04.1960 hafa rétt til að keyra

  • fólksbifreiðar í B-flokki

  • fólksbifreiðar með eftirvagn/tengitæki í BE-flokki

  • létt bifhjól sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km/klst á tveimur eða þremur hjólum

  • dráttarvél sem tengja má við eftirvagn/tengitæki

  • bifreið sem er gerð fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3500 kg en ekki meira en 7500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd. Leyfð heildarþyngd vagnlestar má ekki vera meira en 12.000 kg

  • bifreið fyrir allt að 5000 kg farm (5 tonna farmþungaréttindi)

  • bifreið í D1-flokki sem er ekki lengri en 8 metrar og er gerð fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd

Réttindi vegna eftirvagns/tengitækis

  1. Ökuskírteini, útgefið fyrir 15. ágúst 1997 sem veitir rétt til að stjórna bifreið í B-, C1-, C-, D1- eða D-flokki, veitir einnig rétt fyrir BE-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokk, eftir því sem við á.

  2. Ökuskírteini, útgefið frá og með 15. ágúst 1997 og fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, sem veitir rétt til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki, (BE-flokkur) má stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er þyngri en 3.500 kg. (Sjá 7. tölulið 5. mgr. 6. gr. reglugerðar um ökuskírteini).