Fara beint í efnið

Umsókn um einkanúmer

Umsókn um einkamerki

Einkamerki er tegund bílnúmera þar sem hægt er að velja áletrun.

Sótt um einkanúmer

Eigandi ökutækis, meðeigandi eða umráðamaður geta sótt um og verið rétthafar að einkanúmeri. Rétturinn til einkanúmers gildir í átta ár. Einkanúmerið fylgir kennitölu umsækjanda en ekki ökutækinu. Aðeins er hægt að skrá einkanúmer á bíla og mótorhjól.

Áletrun einkanúmers

Heimilt er að nota tvo til sex íslenska bókstarfi og tölustafi en ekki tákn t.d. bandstrik, punkta og kommur. Þó er heimilt að hafa eitt stafabil í merkinu. Ekki er heimilt að hafa áletrun sem er tveir bókstafir og þrír tölustafir eða þrír bókstafir og tveir tölustafir þar sem því gæti verið ruglað við fastanúmer. Ekki er hægt að sækja um númer sem nú þegar er í notkun eða sem líkist öðru númeri í notkun of mikið. Samgöngustofa hafnar þeim áletrunum sem brjóta í bága við íslenskt málfar eða eru líkleg til að valda hneykslan.

Endurnýjun einkanúmers

Sækja þarf um endurnýjun einkanúmers að átta árum liðnum. Hægt er að endurnýja einkanúmer þegar þrír mánuðir eru eftir af gildistíma og skal þá greiða réttindagjald að nýju. Gildistími endurnýjunar er átta ár. Þann dag sem rétturinn rennur út má úthluta númerinu til nýs rétthafa. Hafi númerinu ekki verið skilað inn við lok gildistíma er settur lás á ökutækið. Lásinn gerir það að verkum að ekki er hægt að láta skoða ökutækið né framkvæma eigendaskipti. Lásinn er tekinn af ökutækinu sé gengið frá greiðslu réttindagjalds eða ef númerinu er skilað inn til Samgöngustofu.

65 ára og eldri

Sé umsækjandi orðinn 65 ára eða eldri við endurnýjun þarf viðkomandi ekki að greiða réttindagjaldið. Þetta á þó ekki við um þegar umsækjandi er 65 ára eða eldri við fyrstu umsókn, þá þarf viðkomandi að greiða fullt verð.

Afsal einkamerkis

Hægt er að afsala sér réttinum til einkamerkis og verður áletrun þess þá strax laus til úthlutunar. Afsal er framkvæmt með umsókn og merkjunum skilað inn til Samgöngustofu. Eigandi getur heimilað nýjum eiganda að nota númeraplötunar séu þær heilar.

Skoðun ökutækja með einkanúmer

Sé síðasti stafur einkanúmers tölustafur ræðst skoðunarmánuður af honum, eins og með önnur skráningarmerki. Sé hinsvegar bókstafur síðasti stafur einkanúmersins er skoðunarmánuður ökutækisins maí.

Einkanúmer sem gjöf

Hægt er að kaupa einkanúmer og gefa sem gjöf. Bæði er hægt að kaupa gjafabréf fyrir einkanúmeri eða kaupa merki með áletrun.

Kostnaður

  • Við fyrstu umsókn

    • Réttindagjald 54.000 krónur

    • Framleiðsla merkja 13.232 krónur (6.616 krónur stykkið)

    • Gjald fyrir skráningu 558 krónur

    • Samtals: 67.790 krónur

  • Við endurnýjun

    • Réttindagjald 54.000 krónur

  • Við flutning milli ökutækja í eigu rétthafa

    • Flutningsgjald 2.818 krónur

    • Gjald fyrir skráningu 558 krónur

    • Samtals: 3.376 krónur

Umsókn um einkamerki

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa