Fara beint í efnið

Dvalarleyfi fyrir hugsanlegt fórnarlamb mansals

Leyfi til að vinna á Íslandi

Erlendir ríkisborgarar, sem ekki eru undanþegnir kröfunni um atvinnuleyfi, þurfa að hafa atvinnuleyfi til að mega vinna á Íslandi.

Ef þú hefur fengið veitt dvalarleyfi á grundvelli þess að vera hugsanlegt fórnarlamb mansals geturðu sótt um tímabundið atvinnuleyfi vegna sérstakra ástæðna.

  • Ekki er hægt að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna sérstakra ástæðna fyrr en eftir að dvalarleyfi fyrir hugsanlegt fórnarlamb mansals hefur verið veitt.

  • Gildistími leyfisins getur ekki verið lengri en gildistími ráðningarsamnings eða dvalarleyfis.

  • Upplýsingar um gögn sem þurfa að fylgja með umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna sérstakra aðstæðna er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Ef þú ert nú þegar með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli atvinnu og grunar að þú sért þolandi vinnumansals eru tveir möguleikar í stöðunni.

Ef þú finnur nýtt starf hjá nýjum vinnuveitanda, gætir þú sótt um nýtt atvinnuleyfi, á grundvelli sama dvalarleyfis og þú ert með.

Ef núverandi dvalar- og atvinnuleyfi þitt er að renna út og þú vilt geta verið áfram á Íslandi, er skynsamlegt að sækja um dvalarleyfi fyrir hugsanlegt fórnarlamb mansals áður en núverandi leyfi rennur út. Á meðan umsókn um slíkt leyfi er til vinnslu er umsækjanda ekki vísað frá landinu.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun