Fara beint í efnið

Dragnótarveiðileyfi

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Veiðar með dragnót innan 12 mílna og á öðrum sérstaklega skilgreindum svæðum eru háðar sértöku leyfi Fiskistofu.

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum í ágúst hvert ár og eru leyfin bundin við fiskveiðiár.

Skilyrði:

  • Almennt leyfi til veiða í atvinnuskyni

  • Leyfin eru eingöngu heimil skipum styttri en 42 metrar.

  • Leyfin eru aðeins fyrir skip með aflvísi lægri en 2500. 

Landsvæði

Það má stunda veiðar með dragnót á ákveðnum svæðum sem getið er um í reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland, þar kemur fram að heimilt er að veiða með dragnót á þeim svæðum sem heimilt er að stunda veiðar með botn og flotvörpu sbr. 5. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.   

Leyfi til að veiða nær landi en það sem talið er upp í reglugerð er eingöngu með leyfi Fiskistofu. 

Sérstök svæði er lokuð fyrir veiðum með dragnót og upplýsingar um þær lokanir er að finna í Hafsjánni.

Veiðarfæri

  • Lágmarksstærð möskva er 135 mm.  Athugið að hér gilda ákvæði reglugerðar er varða möskvamæla og möskvamælingar. 

  • Sérstaklega er fjallað um í reglugerð, legglugga sem er netstykki sem skorið er á legg. 

Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferli og kostar leyfið 22.000 krónur



Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Þjónustuaðili

Fiski­stofa