Fara beint í efnið

Búferlastyrkur vegna nýs starfs

Umsókn um búferlastyrk

Einstaklingur sem þarf að flytja til að taka að sér vinnu getur átt rétt á búferlastyrk. Styrkurinn á að koma til móts við kostnað við flutning á milli sveitarfélaga.

Almennt um búferlastyrk

Styrkurinn er ætlaður þeim sem eru tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins, það er, eiga rétt á atvinnuleysisbótum.

Markmið með styrkveitingunni er að auðvelda atvinnuleitendum og fjölskyldum þeirra að flytja milli landshluta til að taka störfum sem þeim bjóðast. Búferlastyrkir eru ekki greiddir vegna kostnaðar við flutning innan höfuðborgarsvæðisins.

Skilyrði

  • Viðkomandi atvinnuleitandi hefur fengið vinnu í öðru sveitarfélagi en því sem hann hefur skráð lögheimili sitt í og á erfitt með að sækja starfið frá lögheimili sínu.

  • Einstaklingurinn skráir lögheimili sitt í öðru sveitarfélagi.

  • Starfið er ekki tímabundið.

  • Viðkomandi á ekki auðvelt með að fá starf í því sveitarfélagi þar sem hann hefur skráð lögheimili sitt, að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.

  • Viðkomandi hefur ekki áður fengið greiddan búferlastyrk á sama tímabili

Kostnaður við flutninga

Þegar sótt er um þarf viðkomandi að sýna fram á að hafa þegar greitt kostnað vegna flutninga.

Dæmi um kostnað við flutninga eru:

  • Leiga á stórri bifreið til flutninga,

  • þjónusta flutningafyrirtækis, hvort sem flutn­ingarnir fara fram á landi, á sjó eða í lofti,

  • fargjöld fyrir sig og fjölskyldu sína, sem hefur skráð lögheimili á sama stað og atvinnuleitandinn, með almenningssamgöngum hvort sem um er að ræða samgöngur á landi, á sjó eða í lofti.

Upphæð

Búferlastyrkur nemur að hámarki 80% af kostnaði við flutninginn. Upphæð styrks getur þó aldrei verið hærri en hámarksupphæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta.

Nauðsynleg fylgigögn með umsókn

  1. Staðfesting á búferlaflutningi atvinnuleitanda frá sveitarfélagi eða afrit af flutningstilkynningu til Þjóðskrá

  2. Skrifleg staðfesting vinnuveitanda um ótímabundna ráðningu

  3. Reikningar eða kvittanir fyrir greiðslu á útlögðum kostnaði vegna flutninga á búslóð

Lesa meira

Reglugerð um greiðslu styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði

Umsókn um búferlastyrk

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun