Fara beint í efnið

Breytingar á skipum og bátum

Umsókn um yfirferð og samþykkt smíðalýsinga, teikninga og annarra gagna

Engar meiriháttar breytingar eða viðgerðir má gera á skipi eða bát, án samþykkis Samgöngustofu. Dæmi um meiriháttar breytingar eru:

  • stækkun farmrýmis eða yfirbyggingar

  • aðalvélarskipti

  • breytingar sem hafa áhrif á mælingu skips, sjóhæfni og stöðugleika

  • breytingar sem hafa áhrif á öryggi og/eða aðbúnað áhafnar og farþega

Samþykktarferli vegna breytinga á skipum og bátum og þar til leyfilegt er að sigla á því er eftirfarandi:

Ferlið

Vegna meiriháttar breytinga á skipi.

  1. Tæknileg gögn - Tilkynna þarf Samgöngustofu um breytingu á skipi og senda inn tæknileg gögn til samþykktar.

  2. Eftirlit með smíði - Eftir að Samgöngustofa fer yfir og samþykkir gögnin, eru þau send á skipasmíðastöð eða hönnuði og á skoðunarstofu eða flokkunarfélag, sem hefur eftirlit með breytingunum.

  3. Stöðugleiki - Samþykkja þarf stöðugleikagöng fyrir skipið og framkvæma hallaprófun fyrir öll skip önnur en opna báta undir 15 metrum mestu lengdar. Fyrir báta undir 15 metrum mestu lengdar skal framkvæmd annaðhvort hallaprófun eða veltiprófun.

  4. Mæling skips - Framkvæma þarf mælingar til að staðfesta skipslengdir eins og skráningarlengd, mesta lengd og brúttótonnaútreikninga hafi breyting áhrif á lengdir skips.

  5. Upphafsskoðun - Framkvæma þarf upphafsskoðun, á skipinu áður en það er tekið aftur í notkun. Þetta felur í sér skoðun á öllum atriðum, sem tengjast þeirri notkun sem skipinu er ætlað.

  6. Skráning á skipaskrá - Að breytingum loknum þarf að yfirfara og uppfæra skráningu á skipaskrá.

  7. Útgáfa skírteina - Þegar skip hefur staðist allar nauðsynlegar skoðanir er hægt að gefa út haffærisskírteini og önnur skipsskírteina tengdum rekstri skips. Skip má ekki leggja úr höfn fyrr en haffærisskírteini hefur verið úthlutað.

Skip lengri en 15 metrar

Samgöngustofa skal hafa eftirlit með breytingum á skipum lengri en 15 metrar og gilda sömu reglur um eftirlit og tilkynningarskyldu og um nýsmíði.

  • Sé skip í flokki hjá flokkunarfélagi sér flokkunarfélag um eftirlit með breytingu eða viðgerð.

  • Flokkunarfélag þarf að senda inn afrit af samþykktum teikningum til Samgöngustofu til að tilkynna um breytingarnar.

Bátar undir 15 metrum

A-faggiltar skoðunarstofur mega annast eftirlit með breytingum skipa allt að 15 metrum að mestu lengd.

Kostnaður

  • Vegna breytinga á skipum greiðist tímagjald a. í samræmi við gjaldskrá Samgöngustofu sem birt er á síðunni gjaldskrá Samgöngustofu

  • Ferðakostnaður - þurfi starfsmaður samgöngustofu að ferðast vegna vinnu í tengslum við breytingar. Ferðakostaður skal greiddur í samræmi við gjaldskrá Samgöngustofu

  • Fast gjald skal greitt af skírteinum í samræmi við gjaldskrá Samgöngustofu

Lög og reglugerðir
  • Skipalög nr. 66/2021.

  • Reglugerð nr. 122/2004 um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd.

  • Reglugerð nr. 592/1994 um smíði, hönnun og búnað skipa með mestu lengd allt að 15 metrar.

  • Reglugerð nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum.

  • Reglugerð nr. 466/2023 um skoðanir á skipum og búnaði þeirra.

  • Reglugerð nr. 189/1994 um björgunar og öryggisbúnað íslenskra skipa.

Umsókn um yfirferð og samþykkt smíðalýsinga, teikninga og annarra gagna

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Ábyrgðaraðili

Samgöngu­stofa