Fara beint í efnið

Breytingar á lánum

Þú getur gert ýmsar breytingar á skilmálum húsnæðislána hjá HMS. Skilmálabreyting kostar 3.250 krónur.

Öllum breytingum verður að þinglýsa og í sumum tilvikum þarf samþykki annarra lánastofnanna og jafnvel greiðslumat.

Hægt er að:

Flytja lán á nýja eign

Þú getur flutt húsnæðislánið með þér á nýja eign. Þannig heldur þú sömu kjörum og þarft ekki að greiða lántökukostnað. Sjá nánar um flutning lána.

Yfirtaka eldri lán hjá HMS

Þú getur mögulega yfirtekið lán frá HMS ef þú ert að kaupa íbúð. Við skilnað er einnig hægt að taka yfir hluta sambúðaraðila. Sjá nánar um yfirtöku lána.

Breyta veðröð

Við endurfjármögnun lána gæti þurft að færa lán frá annarri stofnun fram fyrir áhvílandi lán frá HMS. Sjá nánar um breytingu á veðröð.

Stytta lánstíma

Með styttri lánstíma hækka mánaðarlegar afborganir og eignamyndum verður hraðari. Sjá nánar um breytingu á lánstíma.

Færa gjalddaga

Hægt er að færa gjalddaga lána til 1. hvers mánaðar. Sjá nánar um gjalddagabreytingu.