Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum þarf umsækjandi að:

  • hafa unnið á Íslandi,

  • vera á aldrinum 18-70 ára,

  • vera fær til að vinna almenn störf,

  • eiga lögheimili á Íslandi og vera á landinu.

Lokaniðurstaða um rétt og upphæð fæst ekki fyrr en umsókn hefur verið afgreidd.

Aðrar greiðslur

Umsækjandi getur ekki fengið atvinnuleysisbætur og þessar greiðslur á sama tíma:

  • Fæðingarorlof

  • Námslán

  • Endurhæfingarlífeyri

  • Foreldragreiðslur vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna.

  • Slysadagpeninga frá Tryggingastofnun.

  • Sjúkradagpeninga frá Tryggingastofnun.

  • Sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga vegna óvinnufærni að fullu.

  • Greiðslur vegna orlofs eða starfsloka.

Réttindi helstu hópa

Virk atvinnuleit

Á meðan fólk fær atvinnuleysisbætur þarf það að vera virkt í atvinnuleit. Í því felst að:

  • hafa frumkvæði að starfsleit,

  • taka starfi sem greitt er fyrir, jafnvel án sérstaks fyrirvara,

  • taka starfi hvar sem er á landinu,

  • taka starfi óháð því hvort um fullt starf eða hlutastarf sé að ræða, eða vaktavinnu,

  • taka þátt í vinnumarkaðsaðgerðum sem standa til boða,

  • veita Vinnumálastofnun nauðsynlegar upplýsingar til að auka líkur á að fá starf við hæfi.

Þegar einstaklingurm er miðlað í störf er reynt að finna störf sem henta þeim út frá reynslu og staðsetningu. Hér að ofan eru þó skyldur samkvæmt lögum, svo gott er að hafa þær í huga.

Niðurstaða kærð

Þau sem eru ósátt við ákvörðun Vinnumálastofnunar geta kært hana til
úrskurðarnefndar velferðarmála. Úrskurður nefndarinnar er endanleg ákvörðun á stjórnsýslustigi.

Að kæra ákvörðun Vinnumálastofnunar

Umsókn um atvinnuleysisbætur

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun