Fara beint í efnið

Ársskýrslur slysaskráningar

Samgöngustofa tekur saman upplýsingar sem notaðar eru til greiningar á umferðaröryggismálum á íslandi og til stefnumörkunar í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi.

Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum 

  • Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2034.

  • Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2034.

  • Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2013-2017.

Nokkur atriði úr slysaskýrslu 2023

  • 8 einstaklingar létust í jafnmörgum slysum.

  • Einn erlendur ferðamaður lést sem og tveir erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis.

  • Sex karlmenn og tvær konur létust en af þeim 12 ökumönnum sem komu við sögu í banaslysum var aðeins ein kona.

  • Þrír létust í þéttbýli en fimm utan þéttbýlis

  • Einn lést út hópi gangandi og hjólandi, einn á bifhjóli og sex í bifreið.