Fara beint í efnið

Álaveiðar

Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslandi nema að fengnu leyfi Fiskistofu vegna álaveiða til eigin neyslu.

Ef áll veiðist í lax- eða silungsveiði er skylt að sleppa honum. Öll sala á íslenskum ál og álaafurðum er bönnuð.

Umsóknartímabil fyrir leyfi Fiskistofu vegna álaveiða til eigin neyslu er 1. mars - 1. apríl ár hvert.

Umsóknir vegna álaveiði til eigin neyslu eru sendar Hafrannsóknastofnun til umsagnar áður en afstaða er tekin til leyfisveitinga.

Leyfi eru bundin því skilyrði að allur afli sé skráður og að Fiskistofu verði sendar árlega skýrslur um sókn og afla.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa