Fara beint í efnið

Ég get ekki opnað skjal í pósthólfinu

Fyrst og fremst þarf að athuga hvort önnur skjöl opnist í pósthólfinu. Ef þú getur opnað skjöl frá öðrum stofnunum þá er líklegast um að ræða galla í skjalinu hjá stofnuninni sem sendi þér það. Hafðu því endilega samband við þá stofnun sem um ræðir. 

Stafrænt pósthólf Ísland.is birtir skjöl beint upp úr skjalaveitum stofnana, skjalið sjálft er því ekki geymt hjá Ísland.is. 

Ef þú ert ekki að ná að opna nein skjöl, prófaðu annan vafra. Google Chrome virkar oftast best. Einnig ef þú ert að opna þau í síma athugaðu hvort þau opnist í tölvu.

Ef ekkert virkar, biðjum við þig um að senda skjáskot af villunni og kennitöluna þína á island@island.is.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: