Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera

Ávinnsla veikindaréttar

Við mat á veikindarétti starfsfólks skal telja þann starfstíma sem starfsmaður hefur verið ráðinn til starfa sé hann lengri en einn mánuður. Þá skiptir ekki máli hvert starfshlutfallið hefur verið svo lengi sem starfið er aðalstarf. Sama gildir um starfsmann á tímakaupi teljist starfið aðalstarf.

Auk starfsaldurs hjá núverandi stofnun skal telja starfstíma hjá öðrum stofnunum ríkisins, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum sem kostaðar eru að meiri hluta af almannafé.

Þó skal ekki meta fyrri þjónustualdur til ávinnslu veikindaréttinda fyrstu þrjá mánuðina nema viðkomandi starfsmaður hafi unnið hjá ríki, sveitarfélögum eða sjálfseignarstofnunum í tólf mánuði eða meira.

Hafi hins vegar orðið rof á starfstíma hans, sem nemur meira en mánuði, hjá fyrrnefndum launagreiðendum á síðustu tólf mánuðum er veikindaréttur hans 14 dagar á fyrstu þremur mánuðum samfelldrar ráðningar hjá ríkisstofnun. Eftir það miðast veikindaréttur hans við samanlagðan starfstíma.

Dæmi: Starfsmaður ræður sig til ríkisstofnunar A. Áður starfaði hann í sex mánuði hjá ríkisstofnun B og þar áður átta mánuði hjá sveitarfélaginu C. Samfelldur þjónustualdur hans er því fjórtán mánuðir og veikindaréttur hans 133 dagar.

Ávinnsla veikindaréttar miðast við eftirfarandi starfstíma:

Starfstími - Fjöldi daga

  • 0-3 mánuði - 14 dagar

  • Næstu 3 mánuði - 35 dagar

  • Eftir 6 mánuði - 119 dagar

  • Eftir 1 ár - 133 dagar

  • Eftir 7 ár - 175 dagar

  • Eftir 12 ár - 273 dagar

  • Eftir 18 ár - 360 dagar

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.