Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera

Sorgarleyfi

Sorgarleyfi er leyfi frá launuðum störfum sem stofnast við missi barns yngra en 18 ára. 

Sorgarleyfi og sorgarstyrkur er greitt úr ríkissjóði í gegnum Vinnumálastofnun og um þau gilda lög um sorgarleyfi sem tóku gildi 1. sorgarleyfi og sorgarstyrk hjá Vinnumálastofnun.  

Réttur til sorgarleyfis myndast þegar foreldri hefur verið í samfelldu starfi í að minnsta kosti 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði. Foreldrar í minna en 25% starfshlutfalli geta átt tilkall til sorgarstyrks en ekki sorgarleyfis. 

Hvort foreldri um sig á sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis í allt að sex mánuði frá þeim degi sem barn andast. Sorgarleyfi er einnig veitt vegna andvana fæðingar eftir 22 vikna meðgöngu í allt að þrjá mánuði og fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu í allt að tvo mánuði. Réttur vegna sorgarleyfis fellur niður 24 mánuðum eftir barnsmissi, andvana fæðingu eða fósturlát. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.