Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera
Greiðslur í veikindum
Veikindaréttur er talinn í almanaksdögum en ekki vinnudögum. Dagafjöldi launaðra veikinda miðast við hverja 12 mánuði eða 365 daga en ekki almanaksárið. Starfsmaður á því rétt á að halda launum í ákveðinn dagafjölda svo lengi sem veikindadagar hans verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum eða 365 dögum talið aftur í tímann. Þannig leggjast öll veikindi á síðustu 12 mánuðum saman og dragast frá veikindarétti við upphaf nýrra veikinda. Hið sama á við þegar finna þarf út hversu marga veikindadaga starfsmaður á ónýtta.
Réttur til launaðra veikinda eftir starfstíma:
Starfstími - Fjöldi daga
0-3 mánuði - 14 dagar
Næstu 3 mánuði - 35 dagar
Eftir 6 mánuði - 119 dagar
Eftir 1 ár - 133 dagar
Eftir 7 ár - 175 dagar
Eftir 12 ár - 273 dagar
Eftir 18 ár - 360 dagar
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.