Fara beint í efnið

Aðstoð við sjálfviljuga heimför

Ferða- og enduraðlögunarstyrkir

Ferðastyrkur er reiðufé sem ætlað er til kaupa á nauðsynjum meðan á ferðalagi stendur.

Enduraðlögunarstyrkur á að stuðla að árangursríkri enduraðlögun útlendings í heima- eða viðtökuríki og styðja viðkomandi við að koma þar undir sig fótunum á nýjan leik. Styrkurinn er almennt greiddur út í því ríki og getur til dæmis nýst í húsaleigu, nám, atvinnu eða önnur verkefni í samstarfi við alþjóðastofnun eins og til dæmis IOM.

  • Kjósi útlendingur ekki að nýta styrkinn í sérstök enduraðlögunarverkefni getur hann, með samþykki viðeigandi alþjóðastofnunar, fengið hluta styrksins greiddan í reiðufé.

  • Ekki er þó heimilt að afhenda hærri fjárhæð í reiðufé en sem nemur helmingi af upphæðinni (sjá töflu).

  • Í undantekningartilvikum er þó heimilt að greiða enduraðlögunarstyrk að fullu í formi reiðufjár þegar sérstakar aðstæður eru til staðar í heima- eða viðtökuríki, til dæmis þegar þar ríkir óðaverðbólga eða samstarfsaðilar íslenskra stjórnvalda eru ekki með starfsemi í ríkinu.

Viðbótarstyrkur er greiddur ef sótt er um áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar er liðinn.

Upphæð styrkja

Fjárhæð enduraðlögunarstyrkja fer eftir því hvort heima- eða viðtökuríki sé skilgreint í flokki A eða B og tekur mið af því á hvaða stigi ósk um aðstoð til heimfarar er borin fram.

Ríki A

Þar til annað hefur verið ákveðið verða þau ríki sem sérstaklega voru talin upp í eldri reglugerð í flokki A: Afganistan, Íran, Írak, Nígería, Sómalía, Palestína og Pakistan.

Ríki A

Fullorðnir

Börn

Fylgdarlaus börn

Ferðastyrkur

200€

100€

200€

Enduraðlögunarstyrkur

3.000€

1.500€

2.000€

Viðbótarstyrkur

1.000€

500€

500€

Heildarupphæð á hvern einstakling, allt að

4.200€

2.100€

2.700€

Ríki B

Öll önnur ríki en þau sem eru í flokki A falla í flokk B, fyrir utan örugg upprunaríki.

Ríki B

Fullorðnir

Börn

Fylgdarlaus börn

Ferðastyrkur

200€

100€

200€

Enduraðlögunarstyrkur

2.000€

1.000€

2.000€

Viðbótarstyrkur

500€

500€

500€

Heildarupphæð á hvern einstakling, allt að

2.700€

1.600€

2.700€

Undanþágur

Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að veita ferða- og/eða enduraðlögunarstyrk til útlendings sem vill snúa aftur til ríkis sem er á lista Útlendingastofnunar yfir örugg upprunaríki. Þetta á þó ekki við ef viðkomandi hefur hlotið alþjóðlega vernd í Schengen-ríki.

Slíkt kæmi einkum til skoðunar í tilviki barna­fjölskyldna, þar sem allir fjölskyldumeðlimir óska eftir aðstoð við sjálfviljuga heimför. Það sama getur átt við um útlend­inga sem taldir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, að mati viðeigandi stjórnvalds, eða ef viðeigandi stjórnvald telur umsækjanda af öðrum ástæðum hafa þörf fyrir sérstaka aðstoð í tengslum við flutning. Við mat á því hvort umsækjandi eigi rétt á aðstoð skal meðal annars höfð hliðsjón af heilsufari og félagslegri stöðu umsækj­anda.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun