Fara beint í efnið

Aðgangur að Hljóðbókasafni Íslands

Skilmálar

Hljóðbókasafn Íslands er ríkisstofnun sem heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Lögbundið hlutverk safnsins er að opna þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur, aðgang að prentuðu máli, á hljóðbók eða öðru aðgengilegu formi.

Lög sem Hljóðbókasafn Íslands starfar eftir:

Bókasafnalögum nr. 50/2012 og Höfundalögum nr. 73/1972

Að auki: Reglugerð um Hljóðbókasafn Íslands frá árinu 2013 og Samningi milli Hljóðbókasafns Íslands og Rithöfundasambands Íslands frá árinu 2022.

Bækur safnsins eru eingöngu ætlaðar til útlána til skráðra lánþega safnsins. Útlán safnsins byggjast á skilyrtri undanþágu í 19. gr. höfundalaga. Útlán eru merkt lánþegum og verður ólögleg dreifing rakin. Hljóðbókasafn Íslands áskilur sér rétt til eftirlits með því hvort notendur fari að skilmálum safnsins. Dreifing á efni safnsins til annarra en skráðra lánþega er brot á einkarétti höfundar skv. Höfundalögum. Slíkt höfundaréttarbrot getur varðað sektum. Vakni grunur um eða verði misnotkunar vart áskilur Hljóðbókasafn Íslands sér rétt til að loka þeim aðgangi sem misnotkunin er rakin til, án fyrirvara. Lánþegar fá senda tilkynningu þar um og er gefinn kostur á að skýra málið. Lánþegar bera ábyrgð á því að lykilorð þeirra fari ekki til annarra. Notendum ber að umgangast bókakost og niðurhal af virðingu við höfunda og lesara efnis og fara í öllu að gildandi lögum.

Hljóðbókasafnið innheimtir árgjald í samræmi við gjaldtökuheimildir 19.gr. Bókasafnalaga nr. 150/2012. Aðgangi lánþega er lokað sé árgjald ekki greitt fyrir gjalddaga. Aðgangur opnast sjálfkrafa aftur þegar árgjald hefur verið greitt.

Umsækjendur/forráðamenn staðfesta með undirskrift sinni að þeir hafi kynnt sér skilmála safnsins. Jafnframt samþykkja notendur skilmála við hverja innskráningu á heimasíðu safnsins. Skilmálar þessir kunna að verða endurskoðaðir án fyrirvara gerist þess þörf. Lánþegum verður tilkynnt ef meiriháttar breytingar á skilmálum safnsins eiga sér stað.

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur