Fara beint í efnið

Að kaupa inn í fyrsta sinn

Þegar kaupa þarf vöru eða þjónustu fyrir opinbera aðila þarf að:

  1. Byrja að kanna hvort vara eða þjónustan sé hluti af miðlægum samningum Ríkiskaupa. Miðlægir samningar eru annað hvort rammasamningar eða gagnvirk innkaupakerfi.

  2. Ef vara er ekki hluti að miðlægum samningum Ríkiskaupa þarf að kanna hvort varan eða þjónustan sé undir viðmiðunarfjárhæðum.

    1. Ef undir sjá Innkaup undir innlendum viðmiðunarfjárhæðum

    2. Ef yfir sjá innkaupaferil Ríkiskaupa Að kaupa inn fyrir opinbera aðila.

1. Aðgangur að samningskerfi

Með aðgangi að samningskerfi Ríkiskaupa er hægt að skoða vöruflokka og kjör rammasamninga og gagnvirkra innkaupakerfa.

Nýskráning

Við nýskráningu berst beiðni til Ríkiskaupa um aðgang. Um sólarhring eftir að einstaklingur nýskráir sig berst viðkomandi tölvupóstur þar sem aðgangur er veittur inn í kerfið, eða ekki.

  • Starfsmenn A-hluta stofnana fá aðgang að kerfinu. A-hluta stofnanir eru reknar af stærstum hluta fyrir almannafé. Sjá A-hluta stofnanir.

  • Starfsmenn B-hluta stofnana sækja um aðild.

Vara eða þjónusta er hluti af samningi

Ef vara eða þjónusta er hluti af miðlægum samningi Ríkiskaupa þarf að fylgja innkaupareglum hvers samnings. Hægt er að lesa almennar leiðbeiningar hér að neðan.

Sjá, Að kaupa inn samkvæmt rammasamningi

Sjá, Að kaupa inn samkvæmt gagnvirku innkaupakerfi

2. Vara eða þjónusta er ekki hluti af samningi eða samningstími liðinn.

Ef það sem á að kaupa er ekki hluti af rammasamningi eða samningsfrestur liðinn skiptir máli hver kostnaðurinn er. Ef fyrirhuguð kaup eru yfir ákveðinni fjárhæð, svokallaðri viðmiðunarfjáhæð, er farið í útboð og almennu innkaupaferli Ríkiskaupa fylgt.

Ef fyrirhuguð kaup eru undir viðmiðunarfjárhæð geta kaupin farið fram samkvæmt kaupum undir viðmiðunarfjárhæðum.

Það er alltaf velkomið að senda Ríkiskaupum fyrirspurn.

Þjónustuaðili

Ríkis­kaup

Ríkiskaup

Hafðu samband

Sími: 530 1400

Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is

Afgreiðslu­tími

Alla virka daga frá klukkan 9 til 15.

Heim­il­is­fang

Borgartúni 26, 7. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 660169-4749