Fara beint í efnið

Viðspyrna, aðgerðapakki stjórnvalda vegna COVID-19

Aðgerðir stjórnvalda eru meðal annars lokunarstyrkir, stuðningslán og viðbótarlán fyrir fyrirtæki.

Lokunarstyrkir

Rekstrarstyrkir til þeirra sem gert var skylt að láta af starfsemi til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, allt að 2,4 milljónir króna.

  • 2,4 milljónir króna hámarksstyrkur

  • 2,5 milljarðar króna áætlað heildarumfang

  • 800 þúsund krónur hámark á hvern starfsmann

Lokunarstyrkir eru ætlaðir fyrirtækjum sem skylt var að loka vegna samkomubanns. Þetta á til dæmis við um hárgreiðslustofur, krár, líkamsræktarstöðvar, nuddstofur, sjúkraþjálfun, skemmtistaði, snyrtistofur, húðflúrstofur, söfn, spilasali, sundlaugar og tannlækna.

Nánar um lokunarstyrki

Stuðningslán

Rekstrarlán til minni fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, allt að 40 milljónir króna.

  • 40 milljóna króna hámarkslán

  • 1% breytilegir vextir fyrir lán að 10 milljónum króna

  • 2,5 ára lánstími fyrir fyrstu 10 milljón krónurnar

Stuðningslánum er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika. Lánin nýtast litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir miklum samdrætti.

Nánar um stuðningslán

Viðbótarlán

Viðbótarlán með ríkisábyrgð, allt að 1,2 milljarðar króna.

  • Hámarkslán er 1,2 milljarður króna á hvert fyrirtæki

  • Hámarksábyrgð er 70%

  • Ábyrgðin gildir í allt að 18 mánuði

Alþingi heimilaði fjármála- og efnahagsráðherra að veita ríkisábyrgð á hluta af viðbótarlánum sem lánastofnanir veita fyrirtækjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Nánar um viðbótarlán.