Fara beint í efnið

Viðgerðarlán vegna félagslegra íbúða

Yfirlýsing um ráðstöfun viðgerðarláns

Viðgerðarlán má veita eigendum félagslegra eignaríbúða til meiri háttar utanhússviðhalds. 

Með meiriháttar utanhússviðhaldi er átt við:

  1. Þak: Endurbygging á þaki, svo sem þegar skipt er um þakklæðningu og einangrun.

  2. Útveggir: Sprunguviðgerðir, þéttingar og útveggjaklæðning, að veggir séu brotnir niður og steyptir upp að nýju. Um viðgerð á útidyratröppum gildir sama og um viðgerð á útveggjum.

  3. Gluggar: Skipti á gluggapóstum, gluggakörmum og glerjum. Skipti á opnanlegum fögum.

  4. Lóðaframkvæmdir: Endurnýjun á jarðvegslögnum, ef talið er nauðsynlegt að skipta um jarðveg í lóð hússins til að forða húsinu frá vatnsskemmdum.

Með yfirlýsingunni lýsa eigendur því yfir að viðgerðarláninu megi ráðstafa inn á reikning húsfélags.

Yfirlýsing um ráðstöfun viðgerðarláns