Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Viðbótarlán, viðspyrna vegna COVID-19

Vegna faraldursins standa mörg fyrirtæki frammi fyrir miklu tímabundnu tekjufalli og lausafjárvanda. Þess vegna heimilaði Alþingi fjármála- og efnahagsráðherra að veita ríkisábyrgð á hluta af viðbótarlánum sem lánastofnanir veita fyrirtækjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Var ráðherra heimilað að semja við Seðlabanka Íslands um framkvæmd ábyrgðarkerfisins.

Markmið kerfisins er að styðja við fyrirtæki sem verða fyrir verulegum áhrifum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og viðbragða stjórnvalda vegna faraldursins. Ábyrgðirnar eru liður í því að viðhalda sem hæstu atvinnustigi og halda fjölbreytni í atvinnulífi.