Fara beint í efnið

Vanrækslugjald

Algengar spurningar um álagningu 1. október

Álagning 1. október vegna hjólhýsa, fellihýsa, tjaldvagna, bifhjóla og fornbíla

Hjólhýsið/fellihýsið/tjaldvagn er komið í vetrargeymslu og engin leið að komast að því til að fjarlægja númeraplötu, get ég fengið frest fram á næsta vor?
Ekki er veittur frestur og ber að greiða gjaldið að fullu í netbanka um næstu mánaðarmót og færa hýsið til skoðunar næsta vor. En hægt að lækka gjaldið um 50% ef skráð úr umferð hjá Samgöngustofu innan mánaðar frá álagningu.

Fellihýsið var ekki notað í sumar, þarf ég að greiða álagningu vanrækslugjalds?
Þar sem fellihýsið er skráð í umferð í ökutækjaskrá er það skoðunarskylt þó það sé ekki í notkun, og þarf því að greiða vanrækslugjald.

Hjólhýsið er á hjólhýsastæði og er ekki færanlegt?
Ef hýsið er skráð í umferð er það skoðunarskylt þó það standi á stæði, það þarf því að skrá það úr umferð.

Á ekki að skoða tjaldvagna/fellihýsi/hjólhýsi annað hvort ár?
Ferðavagna ber að skoða í fyrsta skipti á fjórða ári eftir að þeir voru skráðir fyrsta sinni, að skráningarárinu frátöldu og annað hvert ár eftir það.
Þar sem hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar voru fyrst skráningar- og skoðunarskyld árið 2009 eru þau tæki sem voru skráð 2005 og fyrr færð fyrst til skoðunar árið 2009 og annað hvert ár eftir það.

Hvar greiði ég vanrækslugjaldið ef ferðavagn er í geymslu?
Krafa kr. 20.000 stofnast í netbanka 1. nóvember nk.

Get ég greitt lægra gjaldið (10.000) ef ég greiði innan mánaðar?
Einungis eigendur þeirra ökutækja sem verða skráð úr umferð innan mánaðar frá dagsetningu bréfs fá lækkun um 50%.

Fornbifreiðin er í geymslu á safni og hefur ekki verið hreyfður frá síðustu skoðun.
Á meðan ökutækið er á númerum og skráð í umferð er það skoðunarskylt þó það standi á safni, það þarf því að skrá það úr umferð, sjá eyðublað Samgöngustofu

Á ekki að skoða fornbifreiðar annað hvort ár?
Fornbifreið (fornbifhjól) ber að skoða annað hvert ár miðað við nýskráningarár ökutækis en ekki miðað við árið þegar ökutæki er skráð sem fornbifreið eða fornbifhjól. Miða skal við skráningarár varðandi skoðunarreglu og ef ár dettur úr fær ökutækið eins árs skoðun.