Fara beint í efnið

Ísland.is

Atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstað vegna Covid-19

Leiðbeiningar til kjósenda í sóttkví eða einangrun

Athugaðu hvar og hvernig þú getur kosið meðan þú ert í sóttkví eða einangrun

Kjósendur sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19 mega ekki greiða atkvæði á almennum kjörstöðum eða utankjörfundar-stöðum. Til að þessir kjósendur geti greitt atkvæði í kosningum til Alþingis 25. september hefur verið sett sérstök reglugerð í samráði við sóttvarnayfirvöld.  

Kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun mega koma akandi í einkabíl á sérstakan kjörstað.

Sýslumenn setja upp sérstaka kjörstaði og auglýsa þá. Atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstöðum má hefjast 20. september en opnunar- og lokunartími hvers kjörstaðar verður mismunandi eftir umdæmum sýslumanna.

Til að hjálpa kjósendum að átta sig á því hvar og hvernig þeir geta kosið í sérstakri kosningu hafa verið settar fram einfaldar spurningar sem leiða kjósandann að þeirri útfærslu sem hentar aðstæðum.

Spurningarnar eru eingöngu til að leiðbeina kjósandanum og því er ekki beðið um nafn né neinar persónuupplýsingar varðveittar.