Fara beint í efnið
Ísland.isFjölskylda og velferð

Úrskurður um aukið meðlag

Meðlag er framlag þess foreldris sem barn býr ekki hjá til framfærslu barnsins. Tryggingastofnun ríkisins ákveður fjárhæð barnalífeyris, og fylgir fjárhæð lágmarksmeðlags, eða einfalds meðlags, þeirri ákvörðun. Hægt er að sjá hver sú fjárhæð er á hverjum tíma á vef Innheimtustofnunar sveitarfélaga, medlag.is.

Hægt er að fara fram á það við sýslumann að meðlagsgreiðslur verði hærri en einfalt meðlag og einnig er hægt að fara fram á að úrskurður eða samningur um meðlag umfram einfalt meðlag verði breytt til lækkunar. Sýslumaður úrskurðar ef foreldra greinir á um upphæð meðlagsins. Ekki er hægt að fara fram á að meðlag verði lægra en sem nemur einföldu meðlagi, né er hægt að fara fram á að meðlagsgreiðslur falli niður. Einfalt meðlag er því lágmarksmeðlag.

Beiðni um aukið meðlag