Fara beint í efnið

Sótt um húsnæðisbætur

Umsókn um húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði.

Umsókn og reglur

Sótt er um húsnæðisbætur á mínum síðum á hms.is

Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára, búsettur í íbúðarhúsnæðinu og eiga þar lögheimili.

Umsækjandi á almennum leigumarkaði þarf að hafa þinglýstan leigusamning til að minnsta kosti 3 mánaða. 

Þeir sem búa á námsgarði, sambýli, áfangaheimili eða í húsnæði í eigu ríkis eða sveitarfélags eru undanþegnir því að þinglýsa leigusamningi.

Húsaleigusamningi er þinglýst hjá sýslumanni í því umdæmi sem leigða fasteignin er skráð.

Bætur eru ekki greiddar vegna leigu á herbergi með sameiginlegum aðgangi að eldhúsi og snyrtingu, né íbúða í atvinnuhúsnæði. Undanþegnir frá skilyrðum um séraðgengi að eldhúsi og snyrtingu eru:

  • Námsmenn sem leigja á stúdentagörðum eða á heimavist.

  • Fatlað fólk sem leigir á sambýlum. 

  • Einstaklingar á áfangaheimilum.

Húsnæðisbætur eru reiknaðar út frá leiguupphæð, fjölda heimilismanna, tekjum og eignum.

Húsnæðisbætur eru skattfrjálsar en framtalsskyldar.

Umsækjandi um húsnæðisbætur getur skotið afgreiðslu umsóknar til úrskurðarnefndar velferðarmála telji hann ekki rétt að málum staðið. 

Sérstakur húsnæðisstuðningur 

Sveitarfélög eru skyldug til að veita sérstakan húsnæðisstuðning til þeirra sem búa við erfiðar fjárhagslegar og/eða félagslegar aðstæður. Sækja þarf um stuðninginn hjá velferðar-/félagsþjónustu sveitarfélaganna. 

Húsnæðisbætur á vef félagsmálaráðuneytis

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Umsókn um húsnæðisbætur