Fara beint í efnið
Ísland.isMálefni fatlaðs fólks

Umönnunargreiðslur til framfærenda fatlaðra eða langveikra barna

Markmið umönnunargreiðslna er að veita fjárhagslegan stuðning til framfærenda fatlaðra og/eða langveikra barna auk barna með þroskaraskanir. Þetta er félagsleg aðstoð sem veitt er þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður.

Umönnunarmat getur verið frá fæðingu barns og til 18 ára aldurs. Umönnunargreiðslur eru skattfrjálsar og greiddar út fyrirfram í byrjun mánaðar.

Eftir innskráningu hjá Tryggingastofnun finnur þú umsóknina undir „Umsóknir“.

Umsókn um umönnunargreiðslur