Fara beint í efnið

Umboðskerfi á eldri mínum síðum

Veita umboð í umboðskerfi á eldri Mínum síðum

Á eldri Mínum síðum er hægt að gefa öðrum umboð fyrir hönd fyrirtækis eða stofnun.

  • Eldri Mínum síðum verður lokað fljótlega.

Athugið: Grein þessi fjallar aðeins um veitingu umboða á eldri mínum síðum
Upplýsingar um aðgangstýringu á nýjum Mínum síðum

Hverjir veita umboð?

  • Fyrirtæki veitir starfsmanni umboð

Hvernig veiti ég umboð?

Á eldri Mínum síðum er hægt að sjá þau umboð sem þú hefur með því að velja hnappinn „Hefur umboð fyrir“ í umboðskerfinu. Þar eru einnig upplýsingar um umboð sem eru runnin út.

Einnig er hægt að sjá þau umboð sem þú hefur veitt í umboðskerfinu á sama stað en þá er valinn hnappurinn „Veitt umboð“.

Þau umboð sem þú hefur fara eftir því hvaða hlutverk var valið þegar umboðið var veitt.

Þessi hlutverk eru:

  • Allsherjarumboð: Hefur heimild til að skoða allt undir Mínum síðum á Ísland.is ásamt pósthólfinu.

  • Pósthólf: Hefur heimild til að skoða þau skilaboð sem eru í pósthólfinu á Ísland.is

  • Launafulltrúi: Hefur heimild til að skoða launagreiðendakröfur innan „Fjármála“ sem sýna opinber gjöld utan staðgreiðslu sem dregin eru af starfsmönnum.

  • Bókari: Hefur heimild til að skoða stöðu við ríkissjóð og stofnanir, hreyfingar, greiðsluseðla og greiðslukvittanir innan „Fjármála“. Starfsmenn sveitarfélaga fá heimild til að skoða útsvar sem skilað er til sveitarfélagsins.

  • Fjármálastjóri: Hefur heimild til að skoða allt innan „Fjármála“, þ.e. stöðu við ríkissjóð og stofnanir, hreyfingar, greiðsluseðla, greiðslukvittanir og launagreiðendakröfur. Fjármálastjóri sveitarfélags sér einnig útsvar sem skilað er til sveitarfélagsins. Til að gefa umboð inn á Mínar síður er Ísland.is valið undir „Flokkar“ og Mínar síður undir „Þjónusta“.

  • Samráðsgátt: Veitir aðgang að því að skila inn umsögn fyrir lögaðila.

  • Umsagnarkerfi: Veitir aðgang að leyfisveitingagátt sem umsagnaraðili.

  • Umsóknarkerfi: Veitir aðgang sem umsækjandi að öllum umsóknum fyrir lögaðila. Umboð fyrir umsóknarkerfi er mest notaða umboðið, það þarf fyrir allar umsóknir sem krefjast innskráningar með rafrænum skilríkjum.

  • Umsýslukerfi: Veitir aðgang að leyfisumsóknum.

  • Öryggisbrestur: Veitir aðgang að því að tilkynna um öryggisbrest.



Veita umboð í umboðskerfi á eldri Mínum síðum

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland