Síðast uppfært 15.9.2020

Umhverfisáhrif rafrænna eyðublaða

Efling stafrænnar þjónustu hefur jákvæð áhrif á umhverfið.

Ein af þeim stafrænu lausnum sem Ísland.is notar er undirskriftarlausn frá Taktikal. Hún er notuð af Sýslumönnum til að hægt sé að rafrænt undirrita umsóknir þeirra sem hingað til hafa verið einungis á pappír. Meðfram þessari lausn frá Taktikal er hægt að reikna út  umhverfisáhrif aukinnar notkunar á undirskriftarlausninni.

Þó tölfræðin sé takmörkuð við aðeins eina stafræna lausn þá gefur hún hugmynd um þau jákvæðu umhverfisáhrif sem stafrænar lausnir geta haft hjá ríkinu.

Hvernig er tölfræðin reiknuð út?

Vistuð eru ópersónugreinanleg gögn sem reikna vegalengdir í Google maps ásamt gögnum um CO2 útblástur frá Bílgreinasambandinu. Miðað er við stystu vegalengd frá lögheimili undirritenda í hverju sveitarfélagi. Minnkað kolefnisspor er reiknað út frá kílómetrafjölda samkvæmt útreikningum Bílgreinasambands Íslands fyrir útblástur meðalbifreiðar eða 127 gr á hvern kílómeter.

Umhverfisáhrif undirskriftarlausnar Ísland.is

Athugið að tölfræði sýnir umhverfisáhrif undirskriftarlausnar Ísland.is. Aðrar stafrænar lausnir Ísland.is eru ekki teknar með.