Síðast uppfært 13.5.2020

Umboðskerfi

Mikilvægt er að fólk afhendi ekki öðrum rafræn auðkenni sín. Þess vegna er þörf á rafrænum umboðum.

Hverjir veita umboð?

  • Einstaklingur veitir öðrum einstaklingi/fyrirtæki umboð
  • Fyrirtæki veitir starfsmanni umboð

Hvernig veiti ég umboð?

Algengar spurningar

Til að sjá þau umboð sem þú hefur þarftu að vera í umboðskerfinu og velja hnappinn „hefur umboð fyrir“, þar sjást þau umboð sem þú hefur ásamt þeim sem eru runnin út.

Í hliðarvalmynd á mínum síðum:

  • Minn aðgangur -> umboðskerfi

Ef viðkomandi er ekki skráður með prókúru í fyrirtækjaskrá koma skilaboð um það og getur hann þá ekki haldið áfram með ferlið fyrr en búið er að framkvæma þá skráningu hjá fyrirtækjaskrá.

Til að gefa umboð inn á Mínar síður er valið Ísland.is undir Flokkar og Mínarsíður-minarsidur.island.is undir Þjónusta

Svo eru valin viðeigandi hlutverk eftir því hvaða aðgang á að veita. Leiðbeiningar fyrir veitingu umboða inn á fjármálahluta

Allsherjarumboð:

Hefur heimild til að skoða allt undir Mínum síðum á Ísland.is ásamt pósthólfinu.

Pósthólf:

Hefur heimild til að skoða þau skilaboð sem eru í pósthólfinu á Ísland.is

Launafulltrúi:

Hefur heimild til að skoða launagreiðendakröfur innan Fjármála sem sýna opinber gjöld utan staðgreiðslu sem dregin eru af starfsmönnum.

Bókari:

Hefur heimild til að skoða stöðu við ríkissjóð og stofnanir, hreyfingar, greiðsluseðla og greiðslukvittanir innan Fjármála. Starfsmenn sveitafélaga fá heimild til að skoða útsvar sem skilað er til sveitafélagsins.

Fjármálastjóri:

Hefur heimild til að skoða allt innan Fjármála, þ.e. stöðu við ríkissjóð og stofnanir, hreyfingar, greiðsluseðla, greiðslukvittanir og Launagreiðendakröfur. Fjármálstjóri sveitafélaga sjá einnig útsvar sem skilað er til sveitafélagsins.

Yfirlit yfir þau umboð sem þú hefur veitt er í umboðskerfinu á mínum síðum.

Byrjað er að velja hvort þú viljir skoða umboðskerfið sem einstaklingur eða fyrirtæki sem þú hefur prókúru fyrir.

Þar er hægt að smella á „veitt umboð“. Þar birtist yfirlit yfir þau umboð sem þú hefur veitt.