Síðast uppfært 6.7.2020

Skil­málar & per­sónu­vernd

Vefurinn Ísland.is er rekinn af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu (kt.550169-2829), Arnarhvoli við Lindargötu 101 Reykjavík

Við notkun á þessari vefsíðu verða til upp­lýs­ingar um heim­sóknina. Ísland.is notar þessar upp­lýs­ingar til að betr­um­bæta vefsíðuna og upp­lifun not­enda hennar. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um laga­lega skyldu sé að ræða.

Vafrakökur

Vafra­kökum er safnað í þeim til­gangi að telja heim­sóknir sem og greina not­endaferðalag (e. Users journey) um vefsíðuna. Þessar upp­lýs­ingar eru greindar með því markmiði að bæta upp­lifun not­enda á vefsíðunni og auðvelda aðgengi not­enda að upp­lýs­ingum.

Ísland.is notar Google ana­lytics og Siteimprove til að safna gögnum, þar koma fram upp­lýs­ingar um hverja heim­sókn, hversu lengi hún varði, hvert not­andi fór innan vefsíðunnar og hvar hann fór af léninu. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um laga­lega skyldu sé að ræða. Engar til­raunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upp­lýs­ingar um hverja komu eða tengja saman við aðrar per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar.

Hvernig stilli ég kökur?

Þú hefur rétt á því að ákveða hvort þú samþykkir kökur eða ekki. Ef þú vilt ekki samþykkja kökur getur þú slökkt á þeim með því að breyta vafrastillingum þínum eða stillt hvernig vafrinn notar þær. Leiðbeiningar um stillingu vafra má finna með því að heimsækja hjálparsíðu þess vafra sem þú notar.

Leiðbeiningar um stillingar á kökum

SSL skilríki

Vef­urinn notast við SSL-skil­ríki sem þýðir að öll sam­skipti eru yfir dul­ritað burðarlag. Það gerir gagna­flutning í gegnum hann öruggari.

SSL skil­ríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lyk­ilorð. Með skil­ríkj­unum eru upp­lýs­ingar sem sendar eru milli not­enda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Tenglar í aðra vefi

Á vef Ísland.is er stundum vísað á vefi annarra stofnana, félaga­sam­taka og fyr­ir­tækja. Reglur Ísland.is um öryggi not­enda gilda ekki á vefjum utan hans. Ísland.is ber ekki ábyrgð á efn­is­inni­haldi eða áreiðanleika slíkra vefja. Vís­unin þýðir heldur ekki að Ísland.is styðji eða aðhyllist nokkuð sem þar kemur fram.

Fyrirvari

Þótt leitast sé við að hafa upp­lýs­ingar á vef Ísland.is réttar og í sam­ræmi við nýj­ustu stöðu mála er ekki ávallt hægt að ábyrgjast að svo sé. Þetta á einnig við um til­vís­anir og tengla í efni utan vefsins.