Hafa Samband

 

Algengar spurningar

Ég vil eingöngu nota rafræn skilríki og vil ekki að hægt sé að tengjast mínu nafni með Íslykli

Farið inn á Mínar síður á Ísland.is 

  • Veljið Minn aðgangur og svo Stillingar
  • Veljið Innskráning: Íslykill og rafræn skilríki

Þá opnast viðmót þar sem hægt er að velja að nota eingöngu rafræn skilríki. Lokað verður á möguleikann að tengjast með Íslykli í þínu nafni og aðeins opnað aftur á Íslykilinn ef þú breytir því innskráður með rafrænum skilríkjum eða mætir í eigin persónu í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands sem sér um útgáfu Íslykla.

Fylla þarf út umsókn að innskráningarþjónustunni. Athugið að nauðsynlegt er að hafa umboð frá lögaðila til að geta sent inn umsókn. Nánar um innskráningarþjónustuna

Íslyklar, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki eru pantaðir rafrænt á Ísland.is

Panta Íslykil

Þjónustuveitendur geta skipt út return urli sjálfir á þjónustuvef innskráningarþjónustunnar. Leiðbeiningar um notkun þjónustuvefs innskráningarþjónustunnar, í kafla 2

Aðeins prókúruhafar hafa aðgang inn á þjónustuvefinn en þeir geta veitt öðrum aðgang, sjá nánar í leiðbeiningum.

Ef breyta þarf lógói má senda það á stafraentisland@fjr.is