Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Tímabundin forsjá

Samningur um tímabundna forsjá

Foreldrum er heimilt að gera tímabundna samninga um forsjá barns. Þetta á við um hvort sem er um að forsjá verði sameiginleg eða hjá öðru foreldri. 

Tímabundnir samningar verða að vera að lágmarki sex mánuðir. 

Samningar geta verið gerðir til dæmis ef barn hefur óskað eftir því að prófa að búa hjá því foreldri sem ekki fer með forsjá. Þá geta tímabundnar breytingar hjá forsjárforeldri leitt til þess að rétt þyki að breyta forsjá meðan að á þeim stendur. Þessar breytingar geta til dæmis verið vegna veikinda forsjárforeldris eða dvalar erlendis við nám eða störf.

Almenna reglan er sú að þegar samningur um tímabundna forsjá rennur út fari forsjá barnsins aftur í fyrra horf.

Samningur um tímabundna forsjá

Sýslumenn

Sýslu­menn