Fara beint í efnið

Innflytjendamál

Tímabundið dvalarleyfi fyrir foreldra eldri en 67 ára

Umsókn um dvalarleyfi foreldra eldri en 67 ára

Umsókn um dvalarleyfi fyrir einstakling 67 ára eða eldri sem á uppkomið barn hér á landi og ætlar að búa á Íslandi.

Skilyrði er að barn umsækjanda sé:

 • íslenskur ríkisborgari,

 • norrænn ríkisborgari*, 

 • erlendur ríkisborgari sem hefur ótímabundið dvalarleyfi,

 • erlendur ríkisborgari sem hefur tímabundið dvalarleyfi:

  • sem sérfræðingur,

  • sem íþróttamaður,

  • sem maki eða sambúðarmaki,

  • á grundvelli alþjóðlegrar verndar,

  • á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða

  • vegna sérstakra tengsla við landið.

Nánari upplýsingar um dvalarleyfi fyrir foreldra eldri en 67 ára á vef Útlendingastofnunar.

*Athugið að aðstandendur ríkisborgara EES/EFTA-ríkja sem sjálfir eru ríkisborgarar ríkja utan EES/EFTA geta sótt um dvalarskírteini í stað dvalarleyfis.

Umsókn um dvalarleyfi foreldra eldri en 67 ára

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun