Fara beint í efnið

Innflytjendamál

Tímabundið dvalarleyfi fyrir börn yngri en 18 ára

Umsókn um dvalarleyfi

Útlendingar, aðrir en ríkisborgarar EES/EFTA-ríkja, sem hyggjast dvelja á Íslandi lengur en þrjá mánuði, þurfa að fá útgefið dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun.

Forsjárforeldri, sem búsett er hér á landi og er íslenskur eða norrænn ríkisborgari, erlendur ríkisborgari með ótímabundið dvalarleyfi eða tímabundið dvalarleyfi sérfræðings, íþróttafólks, á grundvelli alþjóðlegrar verndar, mannúðarsjónarmiða, sérstakra tengsla við landið eða framhaldsnáms, getur sótt um um dvalarleyfi fyrir barn sitt. Skilyrði er að barnið sé í forsjá og á framfæri þess aðila sem það leiðir rétt sinn af og að barnið muni búa hjá forsjárforeldrinu.

Sama eyðublað er einnig notað til að sækja um dvalarleyfi fyrir foreldri barns yngra en 18 ára, sjálfboðaliða, trúboða, vegna lögmæts og sérstaks tilgangs og vegna sérstakra tengsla umsækjanda við landið.

Umsókn um dvalarleyfi

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun