Fara beint í efnið

Tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérþekkingar á grundvelli þjónustusamnings

Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna þjónustusamninga

Heimilt er, við sérstakar aðstæður, að veita tímabundið atvinnuleyfi til sérhæfðra starfsmanna á grundvelli þjónustusamnings. Skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis samkvæmt ákvæði þessu eru m.a.:

  • að hið erlenda fyrirtæki sem veita á þjónustu hér á landi hafi ekki starfstöð hér á landi,

  • að gerður hafi verið þjónustusamningur milli hins erlenda þjónustufyrirtækis og hins innlenda notendafyrirtækis og

  • að í þjónustusamningi eða staðfestum viðauka við hann komi fram að nauðsynlegt sé að sá útlendingur sem sótt er um atvinnuleyfi fyrir sinni þeirri þjónustu sem á að veita.

Athugið að notendafyrirtækið sækir um atvinnuleyfið en ekki starfsmaðurinn eða erlenda þjónustufyrirtækið.

Nánar um atvinnuleyfi á vef Vinnumálastofnunar.

Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna þjónustusamninga

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun