Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Þjónustuíbúðir

Þjónustuíbúðir eru ætlaðar rosknu fólki og öldruðum sem geta búið sjálfstætt. Samkvæmt lögum skal vera öryggiskerfi í íbúðum og völ á fjölbreyttri þjónustu til að létta undir með íbúum.

Upplýsingar um framboð þjónustuíbúða, kostnað, hvernig á að sækja um slíkt húsnæði og viðeigandi eyðublöð, er að fá hjá velferðar-/félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags.

Þjónustuíbúðir eiga samkvæmt lögum að uppfylla vissar kröfur um aðbúnað og þjónustu. Þar á að vera öryggiskerfi, aðgangur að félagsstarfi og möguleiki á fæði, þvotti og þrifum.

Íbúar í þjónustuíbúðum greiða sjálfir fyrir þá þjónustu sem þeir kjósa í samræmi við gjaldskrá.

Íbúar í þjónustuíbúðum eiga sama rétt og aðrir á heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu.

Aðrar íbúðir aldraðra

Aðrar íbúðir fyrir eldri borgara bjóðast víða á frjálsum markaði. Oft eru þær byggðar í námunda við öldrunarstofnanir eða þjónustumiðstöðvar eldri borgara í viðkomandi sveitarfélagi.

Aðstaða í þessum íbúðum og þjónusta sem stendur íbúum til boða getur verið mismunandi. Því er ráðlegt fyrir væntanlega kaupendur og íbúa að kynna sér vel aðstæður.

Þjónustuíbúðir og aðrar íbúðir fyrir aldraða eru ýmist sjálfseignar-, leigu- eða búseturéttaríbúðir.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir