Fara beint í efnið

Innflytjendamál

Þarft þú vegabréfsáritun?

Undanþegnir áritunarskyldu

Þeir sem eru undanþegnir áritunarskyldu mega dvelja í allt að 90 daga á Schengen-svæðinu án vegabréfsáritunar. Samanlögð dvöl á Schengen-svæðinu má ekki fara yfir 90 daga á 180 daga tímabili.

Ríkisborgarar eftirtalinna ríkja þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands

A

Albanía (aðeins handhafar vegabréfa með lífkennum)
Andorra
Antígúa og Barbúda
Argentína
Austurríki

Á

Ástralía

B

Bahamaeyjar
Bandaríkin
Barbados
Belgía
Bosnía og Hersegóvína (aðeins handhafar vegabréfa með lífkennum)
Brasilía
Brúnei
Búlgaría

D

Danmörk
Dóminíka

E

Eistland
El Salvador

F

Finnland
Frakkland

G

Georgía (aðeins handhafar vegabréfa með lífkennum)
Grenada
Grikkland
Gvatemala

H

Holland
Hondúras
Hong Kong (aðeins handhafar HKSAR vegabréfa)

Í

Írland
Ísrael
Ítalía

J

Japan

K

Kanada
Kíribatí
Kosta Ríka
Kólumbía
Króatía
Kýpur

L

Lettland
Liechtenstein
Litháen
Lúxemborg

M

Makaó (aðeins handhafar MACAOSAR vegabréfa)
Malasía
Malta
Marshall-eyjar
Máritíus
Mexíkó
Míkrónesía
Moldóva (aðeins handhafar vegabréfa með lífkennum)
Mónakó

N

Nárú
Níkaragva
Norður-Makedónía (aðeins handhafar vegabréfa með lífkennum)
Noregur
Nýja-Sjáland

P

Palá
Panama
Paragvæ
Perú
Portúgal
Pólland

R

Rúmenía

S

Salómonseyjar
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Samóa
San Marínó
Sankti Kristófer og Nevis
Sankti Lúsía
Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
Serbía (Á einungis við um handhafa vegabréfa með lífkennum og ekki gefin út af serbnesku samræmingarstofnuninni (Koodinaciona uprava))
Seychelleseyjar
Singapúr
Síle
Slóvakía
Slóvenía
Spánn
Stóra Bretland - Þar með taldir handhafar vegabréfa fyrir:

 • British nationals (Overseas),

 • British overseas territories citizens (BOTC),

 • British overseas citizens (BOC),

 • British protected persons (BPP),

 • British subjects (BS).

Suður-Kórea
Svartfjallaland (aðeins handhafar vegabréfa með lífkennum)
Sviss
Svíþjóð

T

Tékkland
Tímor-Leste
Tonga
Trínidad og Tóbagó
Túvalú

U

Ungverjaland

Ú

Úkraína (aðeins handhafar vegabréfa með lífkennum)
Úrúgvæ

V

Vanúatú
Vatíkanið
Venesúela

Þ

Þýskaland

Handhafar eftirtalinna ferða- og/eða persónuskilríkja þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands

 1. Viðurkenndir flóttamenn og þeir sem eru án ríkisfangs, sem búsettir eru í ríki sem er aðili að Evrópusambandinu og/eða Schengen-samstarfinu og eru handhafar ferðaskilríkja sem gefin eru út af því ríki.

 2. Handhafar áhafnaskírteina flugáhafna, sem gefin eru út af þar til bæru yfirvaldi í aðildarríki að Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) ef handhafar þess sýna fram á að þeir séu skráðir í áhöfn loftfars sem er á Íslandi.

 3. Handhafar NATO „Travel Order – Ordre de Mission OTAN“ (fyrir starfsmenn NATO sem hafa stöðu hermanna), enda hafi handhafi herkennivottorð og sérstök eða sameiginleg ferðafyrirmæli NATO.

 4. Handhafar „Leave order“ NATO, enda hafi þeir herkennivottorð og gilda ferðaheimild til Íslands. Skilríkið veitir heimild til dvalar á Íslandi í allt að 90 daga.

 5. Handhafar ferðabréfa (laissez-passer) Sameinuðu þjóðanna fyrir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, sérstofnana Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, ef þeir eru á ferðalagi í þágu framangreindra stofnana og framvísa jafnframt ferðabréfi, yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna eða þeirrar stofnunar sem þeir starfa hjá, um að þeir séu að reka erindi Sameinuðu þjóðanna eða viðkomandi stofnunar.

 6. Handhafar gildra ferðavegabréfa (Ausweis, Laissez-passer, Lascia-passare) sem gefin eru út af Evrópusambandinu.

 7. Handhafar diplómatavegabréfa, opinberra vegabréfa og þjónustuvegabréfa frá Tyrklandi, handhafar diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa frá Indlandi, Pakistan og Suður-Afríku og handhafar diplómatískra vegabréfa frá Rússlandi og Kína.

 8. Handhafar danskra, finnskra, norskra eða sænskra útlendingavegabréfa ef í vegabréfinu er heimild til endurkomu til þess ríkis sem gaf það út.

 9. Ríkisfangslausir og flóttamenn yngri en 21 árs sem eru skráðir í hópvegabréf sem gefið er út í samræmi við Evrópusamning um ferðalög æskufólks á sameiginlegum vegabréfum frá 16. desember 1961 og dveljast löglega í útgáfuríkinu.

 10. Handhafar gildra og viðurkenndra dvalarleyfa sem gefin eru út af íslenskum yfirvöldum eða yfirvöldum í öðru ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu.

 11. Handhafar gildra persónuskilríkja sjómanna sem gefin eru út af yfirvöldum í ríki sem er aðili að samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 108 og 185.

 12. Skólanemendur, sem þurfa að hafa vegabréfsáritun til að mega koma til landsins en búsettir eru í Evrópusambandsríki sem beitir Evrópuráðsákvörðun 94/795/JHA frá 30. nóvember 1994, þegar þeir eru á skólaferðalagi með kennara frá skólanum.

 13. Handhafar ferðaskilríkja sem gefin eru út af Taívan og innihalda númer á persónuskilríki.

Handhafar dvalarleyfa fyrir aðstandendur EES/EFTA borgara, sem eru útgefin af ESB ríki sem ekki er aðili að Schengen samstarfinu og ekki heimaríki EES/EFTA borgarans, þurfa ekki áritun ef þeir eru að ferðast með eða til EES/EFTA borgarans sem dvalarleyfi þeirra byggir á.

Upplýsingarnar á þessari síðu eru í samræmi við viðauka 10, við reglugerð um vegabréfsáritanir nr. 1160/2010, eins og honum var breytt með reglugerð nr. 651/2019 um breytingu á reglugerð um vegabréfsáritanir.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun