Fara beint í efnið

Sýnataka og skimun vegna COVID-19

Ef einstakling grunar að hann sé smitaður af COVID-19, þá á viðkomandi að hafa samband við heilsugæsluna sína, netspjall á heilsuvera.is eða Læknavaktina í síma 1700, og fá ráðleggingar. 

Ekki fara beint á heilbrigðisstofnun, heldur hringja fyrst og fá leiðbeiningar.

Greining

Til þess að ganga úr skugga um hvort einstaklingur sé smitaður af COVID-19 þarf að taka strok úr nefi og hálsi þess sem hefur einkenni. Þessi sýni eru tekin í bíl viðkomandi eða í vitjunum heima hjá þeim sem ekki komast að heiman. Fólk kemur þá á umsömdum tíma og heilbrigðisstarfsmaður kemur út og tekur strokið í gegnum bílglugga.

Neikvætt svar frá einkennlausu fólki er ekki áreiðanlegt svo sýni er ekki tekið nema í skimunartilgangi hjá einkennalausum. Þau sem hafa einkenni sjúkdómsins ættu að halda sig heima og hringja í sína heilsugæslustöð og fá faglegt mat á þörf á sýnatöku.

Greining og meðhöndlun er fólki að kostnaðarlausu þar sem um skráningarskyldan sjúkdóm er að ræða.

Jákvætt sýni

Þau sem greind eru með COVID-19 eru sett í einangrun á heimili sínu og þeim ber að fara eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis um einangrun í heimahúsum. Gæta þarf að eftirfarandi:

  • Hvílast

  • Drekka vel

  • Hreinlæti og sér í lagi handþvotti

  • Nota má paracetamol við vekjum og til að lækka hita ef þörf er á.

Leitið til næstu heilsugæslu ef einkenni versna eða vart verður við öndunarerfiðleika.

Vert að skoða

Efnisyfirlit