Fara beint í efnið

Heilbrigðismál

Sýnataka og skimun vegna COVID-19

Ef einstakling grunar að hann sé smitaður af COVID-19 á viðkomandi að hafa samband við heilsugæsluna, netspjall á heilsuvera.is eða Læknavaktina í síma 1700 og fá ráðleggingar. 

Ekki fara beint á heilbrigðisstofnun, heldur hringja fyrst og fá leiðbeiningar.

Greining

Til þess að ganga úr skugga um hvort einstaklingur sé smitaður af COVID-19 þarf að taka strok úr nefi og hálsi þess sem hefur einkenni. Sýnatökur fara fram á Suðurlandsbraut 34, jarðhæð. Allir sem fara í sýnatöku fá sjálfvirkt svar á Mínum síðum heilsuveru á íslensku.

Neikvætt svar frá einkennalausu fólki er ekki áreiðanlegt svo sýni er ekki tekið nema í skimunartilgangi hjá einkennalausum. Þau sem hafa einkenni sjúkdómsins ættu að halda sig heima og hringja í sína heilsugæslustöð og fá faglegt mat á þörf á sýnatöku.

Greining og meðhöndlun er fólki að kostnaðarlausu þar sem um skráningarskyldan sjúkdóm er að ræða.

Jákvætt sýni

Þau sem greind eru með COVID-19 eru sett í einangrun á heimili sínu og þeim ber að fara eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis um einangrun í heimahúsum.
Gæta þarf að eftirfarandi:

  • Hvílast

  • Drekka vel

  • Hreinlæti og sér í lagi handþvotti

  • Nota má paracetamol við verkjum og til að lækka hita ef þörf er á.

Leitið til næstu heilsugæslu ef einkenni versna eða vart verður við öndunarerfiðleika.

Vert að skoða

Upplýsingar um COVID-19 á vef Heilsuveru

Upplýsingar um smit, sóttkví og einangrun á covid.is

Þjónustuaðili

Embætti Land­læknis