Sumarhús, endurmat fasteigna- og brunabótamats
Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, miðað við heimila og mögulega nýtingu á hverjum tíma, sem ætla má að eignin hefði í kaupum og sölum í febrúarmánuði næst á undan matsgerð.
Telji húsráðandi að verðmæti eignar hafi aukist vegna endurbóta er óskað eftir endurmati. Sé eldri húsum breytt, t.d. ef byggð hefur verið sólstofa, breytist mat hússins.