Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs

Sækja um íþrótta- og tómstundastyrk

Meðferð persónuupplýsinga

Í þeim tilgangi að meta hvort þú fallir undir tekjuviðmiðið og eigir rétt á styrk, eða ekki, er
unnið með eftirfarandi persónuupplýsingar: nöfn og kennitölur heimilismanna, lögheimili, fjölskyldunúmer auk upplýsinga um tekjur heimilismanna á tímabilinu mars–júlí 2020. Þegar skattayfirvöld hafa fengið rafrænt undirritað umboð frá þér um að sækja megi upplýsingar um tekjur er þeim upplýsingum miðlað til Ísland.is. Þitt sveitarfélag hefur einnig aðgang að framangreindum upplýsingum inni á Ísland.is.

Vinnsla persónuupplýsinga og varðveisla þeirra í tengslum við umsókn um íþrótta- og tómstundastyrk er á ábyrgð Ísland.is. Vinnsla persónuupplýsinga vegna reksturs Ísland.is er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Lindargötu 7, 101 Reykjavík.

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Stjórnarráði Íslands má finna í
persónuverndarstefnu þess, svo sem um varðveislutíma upplýsinga og réttindi þín.
Stjórnarráðið um meðferð persónuupplýsinga.

Vinsamlegast athugið að ofangreint á einungis við um Ísland.is og gilda aðrar reglur um meðferð persónuupplýsinga þegar kemur að sjálfu umsóknarferlinu hjá þínu sveitarfélagi.

Sækja um íþrótta- og tómstundastyrk