Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs

Sækja um íþrótta- og tómstundastyrk

Auðlesið efni

Það er mikilvægt að börn taki þátt í íþróttum og tómstundum. Tómstundir eru frítími sem við eigum fyrir okkur til þess að gera eitthvað sem okkur finnst gaman eða við njótum.

Það getur verið að læra á hljóðfæri, spila fótbolta, æfa karate, taka þátt í skátastarfi, fara á listnámskeið og margt fleira!

Okkur líður vel líkamlega og andlega ef við stundum íþróttir og tómstundir. Börnum, sem taka þátt í íþróttum og tómstundum, gengur oft betur í skóla og eru ólíklegri til þess að nota vímuefni, eins og tóbak og áfengi.

Foreldrar sem eiga börn á aldrinum 6 ára til 15 ára geta fengið sérstakan 45.000 króna styrk fyrir frístundastarfi barna.

Þú getur séð hvort þú átt rétt á styrk með því að smella á „Kanna rétt á styrk“ hérna á síðunni.

Sækja um íþrótta- og tómstundastyrk