Fara beint í efnið

Styrkur til íþrótta- og tómstundarstarfs

Sem hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna Covid-19 er hægt að að sækja um styrk fyrir íþrótta- og tómstundastarf barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020.

Styrkurinn er 45.000 kr.

Áður en umsækjandi getur sótt um styrkinn hjá sínu sveitarfélagi kannar hann rétt sinn hér inni á Ísland.is. Uppfylli viðkomandi framangreint tekjuviðmið fær hann niðurstöðu þess efnis ásamt nánari upplýsingum um næstu skref. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2021. Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021.

Áætlað er að hægt verði að sækja um styrkinn 15. október.

Efnisyfirlit