Fara beint í efnið

Málefni fatlaðs fólks

Um styrki og bætur vegna fötlunar eða örorku

Allir launamenn greiða í lífeyrissjóð samkvæmt lögum. Sjóðsfélagi, sem greitt hefur í sjóð í minnst tvö ár, á rétt á örorkulífeyri ef starfsorkutap er metið 50 prósent eða meira og veldur tekjuskerðingu.

Sá sem hefur verið metinn öryrki getur átt rétt á ýmsum bótagreiðslum og styrkjum. Greiðslurnar, sem geta ákvarðast af mörgum þáttum, eru bundnar örorkumati hvers og eins og aðstæðum hans.
Örorkulífeyrir, styrkir og bætur á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar
Örorka á vef TR
Styrkir á vef Öryrkjabandalags Íslands

Örorkulífeyrisþegum er bent á að kynna sér vel upplýsingar og reglur um tekjutengingar því flestir bótaflokkar eru tekjutengdir.
Spurt og svarað á vef Öryrkjabandalagsins

Örorkulífeyrisþegar þurfa árlega að gera tekjuáætlun en hún myndar grunn að útreikningi bóta komandi árs. Tryggingastofnun sendir bótaþegum útfyllt tekjuáætlunareyðublað sem þeir leiðrétta ef þarf.
Örorku- og endurhæfingarlífeyrir – útreikningur á vef TR
Tekju- og greiðsluáætlun á vef TR

Reiknivél lífeyris á vef TR 
Mínar síður, Tryggingastofnun ríkisins

Réttindagátt – mínar síður hjá Sjúkratryggingum Íslands

Foreldrar barna sem glíma við fötlun eða alvarleg veikindi eiga rétt á umönnunargreiðslum. Greiðslurnar geta varað frá lokum fæðingarorlofs til 16 eða 18 ára aldurs barnsins.
Umsóknir á vef Tryggingastofnunar (TR)
Fjölskyldur á vef TR
Umönnunargreiðslur vegna barna á vef TR

Makar og þeir sem halda heimili með örorkulífeyrisþegum geta undir vissum kringumstæðum átt rétt á maka- eða umönnunarbótum.

Bótaþegum er skylt að tilkynna Tryggingastofnun um allar breytingar á högum sínum.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir